Þrír ökumenn undir áhrifum

Tveir voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur í umdæmi Selfosslögreglunnar í nótt.

Þá var einn ökumaður stöðvaður á Skeiðavegi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan á Selfossi þurfti að hafa minniháttar afskipti gestum á tjaldsvæðum í Árnessýslu. Mikill mannfjöldi er á Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri og þurftu lögreglan reglulega að fara á svæðið til að sinna eftirliti en engin alvarleg tilvik komu upp.

Fyrri grein„Loksins, loksins er þetta hægt“
Næsta greinÁfram góð veiði í Veiðivötnum