Þrír mótorhjólamenn slösuðust

Þrír vélhjólamenn voru fluttir á sjúkrahús í gær samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum en allir voru þeir þátttakendur í endurokeppni sem fram fór í nágrenni Kirkjubæjarklausturs.

Einn þremenninganna var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en ekki fengust upplýsingar um líðan hans. Hinir tveir voru fluttir með sjúkrabifreið. Meiðsl þeirra munu ekki vera alvarleg.

mbl.is greindi frá þessu

Fyrri greinRagnar leikur með Þórsurum
Næsta greinArcanum hlaut fyrstu verðlaun