Þrír kærðir fyrir ölvun á almannafæri

Lögreglan kærði þrjá karlmenn um helgina fyrir brot á áfengislögum þar sem þeir voru ölvaðir á almannafæri og borgurum til ama á Selfossi.

Aðrir þrír voru kærðir fyrir að vera með lítils háttar magn af kannabis.

Þá hafði lögreglan afskipti af tveimur ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, fjórum vegna gruns um ölvunarakstur og 23 voru kærðir fyrir hraðakstur. Þar af voru tveir þeirra mældir í þyrlueftirliti.

Fyrri greinStal flatskjá og DVD spilara
Næsta greinSýningaropnun í Tryggvaskála