Þrír jeppar stöðvaðir á hálendinu

Í dag fór lögreglumaður frá lögreglunni á Suðurlandi með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hálendiseftirlit í og við Landmannalaugar til að kanna með ástand ökumanna.

Þrír jeppar voru stöðvaðir og var rætt við ökumenn og voru engar athugasemdir gerðar að hálfu lögreglu.

Þetta samstarf lögreglunnar á Suðurlandi og Landhelgisgæslunnar hefur verið um ára bil og hefur verið góð viðbót við eftirlit lögreglunnar um hálendið.

Munu ferðalangar sem aka um hálendið eiga von á þvi að vera stöðvaðir og ástand og ökuréttindi þeirra könnuð.