Þrír grunaðir um nauðgun

Að sögn lögreglunnar á Selfossi kom stúlka á lögreglustöðina klukkan 8 á sunnudagsmorgun og kærði nauðgun, sem hefði átt sér stað á hóteli í bænum skömmu áður.

Þrír menn voru handteknir og fengu þeir réttarstöðu grunaðra.

Lögreglan segir, að sýni verðu nú send til rannsóknar. Ítarleg tæknirannsókn fór fram í húsnæði því þar sem brotið er talið hafa verið framið. Lögreglan á Selfossi nýtur aðstoðar ræknideildar ríkislögreglustjóra við rannsóknina.