Þrír fluttir á sjúkrahús

Tveir fólksbílar lentu í hörðum árekstri á Sandlækjarholti á Skeiða- og Hrunamannavegi á fimmta tímanum í dag.

Tvennt var í hvorum bíl og voru þrír fluttir til skoðunar á sjúkrahús. Meiðsli þeirra eru að öllum líkindum minniháttar.

Ekki er vitað um tildrög slyssins á þessari stundu. Unnið er að klæðningu á veginum og því var fíngerð möl ofan á malbikinu og líklegt að önnur bifreiðin hafi skrikað yfir á rangan vegarhelming í aflíðandi beygju.

Fyrri greinEina ball ÁMS í sumar
Næsta greinBongóblíða á Flúðum