Þriggja milljarða króna velta í júní

Hveragerðisbær. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Alls var eitthundrað kaupsamningum um fasteignir á Suðurlandi þinglýst í júní. Heildarveltan á fasteignamarkaðnum var rúmlega 3 milljarðar króna í júní.

Þar af voru 19 samningar um eignir í fjölbýli, 52 samningar um eignir í sérbýli og 29 samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan var rúmlega 3 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 30,5 milljónir króna. Þetta er nokkuð minni velta en á sama tíma í fyrra, svo munar um 700 milljónum króna.

Af þessum 100 voru 57 samningar um eignir á Selfossi, í Hveragerði og Ölfusi.

Þar af voru 15 samningar um eignir í fjölbýli, 37 samningar um eignir í sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan á Árborgarsvæðinu var tæplega 1,9 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 33,3 milljónir króna, en í júní í fyrra var heildarveltan á þessu svæði rúmlega 2,3 milljarðar króna.

Fyrri grein„Flúðir um versló“ í fjórða sinn
Næsta greinÁrborg afgreiddi leikinn á tíu mínútum