Þriggja leitað í Raufarhólshelli

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 18:00 til leitar að þremur konum sem höfðu ekki skilað sér úr ferð í Raufarhólshelli.

Var von á konunum úr ferðinni klukkan 14:00 í dag. Bíll þeirra var við hellinn en ekki hafði náðst samband við þær síðan á þriðja tímanum í dag.

Björgunarsveitamenn voru kallaðir út ásamt sérhæfðu fjallabjörgunarfólki af höfuðborgarsvæðinu og fundust konurnar heilar á húfi um klukkan hálf átta í kvöld. Konurnar voru þær staddar um 1.000 m inni í hellinum þegar þær fundust.Þær höfðu orðið ljóslausar en gert það rétta í stöðunni og haldið kyrru fyrir, enda svartamyrkur og hellirinn erfiður yfirferðar.

Raufarhólshellir er um það bil 1.360 m langur. Hann er 10-30 m breiður og upp undir 10 m hár. Þakið er víðast um það bil 12 m þykkt nema undir Þrengslaveginum þar sem það þynnist stöðugt við hrun.

UPPFÆRT KL 21:38.

Fyrri grein1208 nemendur hefja nám í grunnskólum Árborgar
Næsta greinBlikar höfðu betur í bleytunni