Þriggja bíla árekstur á Selfossi

Þriggja bíla árekstur varð á Austurvegi við Tryggvatorg eftir hádegi í dag.

Tildrög óhappsins voru þau að fremsta bifreiðin stöðvaði við gangbraut og fékk þá aðra aftan á sig. Þriðji bíllinn bættist svo við þar fyrir aftan.

Enginn slasaðist í árekstrinum en ein bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn.

„Þetta var minniháttar árekstur og einungis þurfti að fylla út tjónaskýrslu þannig að þetta atvik er gleymt hér á lögreglustöðinni,“ sagði varðstjóri hjá lögreglunni, léttur í bragði í samtali við sunnlenska.is.