Þriggja bíla árekstur á Heiðinni

Þrír bílar rákust saman í hálku og slæmu skyggni á Hellisheiði á tíunda tímanum í kvöld. Þá fór bíll útaf í Þrengslunum um svipað leyti.

Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum.

Mjög mikil hálka er á Hellisheiði og hvetur lögreglan ökumenn til að fara varlega. Skyggni er víða slæmt, hálka og skaflar byrjaðir að myndast á veginum.