Þriðjungur í GOGG og Bláskógabyggð

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa sent frá sér skýrslu þar sem sést hvernig þróun skráðra sumarhúsa hefur verið milli sveitarfélaga landsins frá 1997 til 2013.

Af fimm töluhæstu sveitarfélögunum í lok árs 2013 eru tvö á Suðurlandi; Grímsnes-og Grafningshreppur og Bláskógabyggð. Næst kemur Borgarbyggð og þar á eftir eru Kjósarhreppur og Skorradalshreppur.

Grímsnes- og Grafningshreppur og Bláskógabyggð bera höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á Suðurlandi og á landinu öllu hvað fjölda skráðra sumarhúsa varðar. Saman eru þessi tvö sveitarfélög með 70% af öllum sumarhúsum á Suðurlandi og 36% á landsvísu.

Næst þeim á Suðurlandi koma Rangárþingin tvö og Hrunamannahreppur.

Fyrri greinDrógu fé sitt í Reykjadalnum
Næsta greinJóhanna sterkust – Bætti Íslandsmetið í réttstöðulyftu