Þriðji presturinn á Selfoss

Ninna Sif Svavarsdóttir, æskulýðsfulltrúi við Selfosskirkju og Suðurprófastsdæmi verður vígð, sem prestur við Selfossprestakall í lok sumars.

Hún útskrifaðist sem guðfræðingur 2007 og verður því þriðji presturinn í Selfossprestakalli, fyrir eru þeir Kristinn Ágúst Friðfinnsson og Óskar Hafsteinn Óskarsson.

Ninna Sif er búsett í Hveragerði og er bæjarfulltrúi þar.

RÚV greindi frá þessu