Þriðja innbrotið í Bjarnabúð

Aðfaranótt fimmtudags var brotist inn í Bjarnabúð í Reykholti þaðan sem stolið var tóbaki, happaþrennum, símainneignum og skiptimynt.

Þetta er í þriðja sinn í sumar sem brotist er inn í þessa verslun.

Fimm sumarbústaðir í Grímsnes og í Hrunamannahreppi urðu fyrir árás innbrotsþjófa í síðustu og þarsíðustu viku.