Þrettán útköll frá Þorláksmessu fram á annan

Sjúkraflutningamenn á Selfossi fóru í þrettán útköll frá Þorláksmessu fram á annan í jólum.

Að sögn Ármanns Höskuldssonar, yfirmanns sjúkraflutninga HSu, var um helmingur útkallanna talin vera lífsógnandi fyrir viðkomandi sjúklinga.

„Það var lítið um slys en flest útköll snérust um bráð veikindi, svo sem brjóstverki, heilablóðfall og þess háttar,“ sagði Ármann í samtali við sunnlenska.is.