Þrettán á biðlista Kirkjuhvols

Þrettán einstaklingar eru á biðlista eftir að komast inn á hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra vill frekari uppbyggingu þar og hyggst sækja um styrk frá Framkvæmdasjóði aldraðra vegna þessa.

Sveitarstjórnin telur um brýna framkvæmd að ræða að stækka aðstöðuna en auk þess sé afar brýnt að endurnýja eldhús og matsal, að því er segir í bókun sveitarstjórnar.

Fyrri greinÞórsarar völtuðu yfir Skallagrím
Næsta greinTelur hæpið að samningurinn standist innkaupareglur