Þrengslin opin – veðrið skánar í kvöld

Þrengslin eru nú opin en Hellisheiðin er enn lokuð. Ekki er útlit fyrir að veður taki að lagast fyrr en vindur gengur niður undir kvöldmat.

Annars er að hlána á láglendi um suðvestan- og vestanvert landið. Um leið og blotnar verða vegir flughálir.

Flestar aðalleiðir á Suðurlandi eru færar. Þó er sumstaðar þungfært á fáfarnari sveitavegum. Flughált er undir Eyjafjöllum.