Þrengslavegur malbikaður

Á morgun, fimmtudaginn 3. október, er stefnt að því að malbika Þrengslaveg þar sem beygt er út af Suðurlandsvegi.

Þeir sem þurfa að komast til Þorlákshafnar frá Reykjavík er bent á að fara um Hellisheiði og Þorlákshafnarveg í Ölfusi. Ekki verða tafir á umferð frá Þorlákshöfn í átt til Reykjavíkur.

Hjáleiðir verða merktar en vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar verktaka, segir í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni.

Fyrri greinSex skólar kepptu á grunnskólamótinu
Næsta greinHjálmurinn bjargaði því að ekki fór verr