Þrengslavegi lokað vegna umferðaróhapps – Búið að opna

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrengslavegi var lokað í skamman tíma í kvöld vegna umferðaróhapps. Ekki voru alvarleg slys á fólki en vegna færðar og skyggnis var veginum lokað til að tryggja öryggi viðbragðsaðila á vettvangi.

UPPFÆRT KL. 21:05: Lokun hefur verið aflétt um Þrengslaveg. Slabb er á veginum, hált og skafrenningur. Vegfarendur eru beðnir um að aka með gát og stilla ökuhraða í hóf.

Fyrri grein221 HSK met sett á síðasta ári
Næsta greinSkemmdirnar virðast bundnar við þakið