Þrengslavegi lokað vegna flutningabíls

Lögreglan lokaði Þrengslavegi þar sem flutningabifreið þveraði veginn við Skógarhlíðabrekku. Engin slys urðu og hélst bifreiðin á hjólunum.

Nú í morgun hafa fjölmargir ökumenn misst bifreiðar sínar út af vegum í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi og nokkrar bílveltur hafa komið inn á borð lögreglu. Alvarleg slys hafa þó ekki orðið á fólki.

Lögregla beinir þeim tilmælum til fólks að stilla ökuhraða í hóf og huga að dekkjabúnaði bifreiða. Mikið slabb er á vegum og skyggni oft lélegt.

UPPFÆRT KL. 14:28: Búið er að opna veginn um Þrengsli.