Þremur bjargað úr Ölfusá

Þrír menn lentu í Ölfusá við Selfoss í nótt, þar af einn lögreglumaður. Allir björguðust úr ánni en voru fluttir á slysadeild á Selfossi til aðhlynningar.

Vísir greinir frá þessu.

Atvikið átti sér stað við Ölfusá neðan við sláturhús SS á Fossnesi en einn maður hoppaði í ánna og fór félagi hans á eftir honum til þess að bjarga honum.

Lögregla og sjúkrabílar voru sendir á vettvang og fór einn lögreglumaður í ána. Öllum mönnunum var bjargað í land skömmu síðar og þeir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar.

Fyrri greinFyrsti sigur Ægis í deildinni
Næsta grein„Förum í sumarfrí“ – Myndband