Þrastarlundur seldur

UMFÍ undirritaði í gær bindandi samkomulag við kaupendur á húsnæðinu í Þrastarlundi við Sogsbrú í Grímsnesi.

Í Morgunblaðinu í dag segir Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, að kaupendurnir séu fólk sem er búsett á svæðinu og hefur, að sögn Sæmundar, áhuga á að byggja upp þjónustu þar í kring. Hann vill ekki greina frekar fá högum fólksins. „Þetta er góður samningur við gott fólk.“

Kaupverð hússins fékkst ekki uppgefið þar sem ekki var búið að ganga að fullu frá kaupsamningum.

Húsið hefur verið til sölu frá því í desember en 45 hektarar lands umhverfis húsið fylgdi ekki með í kaupunum.