Þorvarður hættir hjá SASS

Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur sagt starfi sínu lausu hjá samtökunum.

Upplýsti formaður stjórnar SASS stjórnina um þetta á fundi hennar í síðustu viku. Þar kom fram að Þorvarður muni láta af störfum þann 1. desember næstkomandi.

Á fundinum var ákveðið að auglýsa starfið laust til umsóknar frá og með sama tíma.

Fyrri greinPrestembættin í Vík og á Klaustri sameinuð
Næsta greinLýsir vanþóknun á hugarfari stjórnvalda