Þórhallur í bæjarstjórn

Ninna Sif Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi D-listans í Hveragerði, er komin í fæðingarorlof fram í lok apríl á næsta ári og hefur varamaðurinn Þórhallur Einisson tekið sæti hennar.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var tekið fyrir bréf frá Ninnu Sif þar sem hún óskaði eftir leyfi frá bæjarstjórn. Þórhallur tekur sæti hennar og fyrsti varabæjarfulltrúi verður Friðrik Sigurbjörnsson.

Bæjarstjórn samþykkti ennfremur að varaforseti bæjarstjórnar verði Unnur Þormóðsdóttir og varamaður í bæjarráði verði Þórhallur Einisson.

Fyrri greinAðeins þrjár umsóknir í menningarsjóðinn
Næsta greinNýtt merki fyrir HSu