Þórey Jóna náði bestum árangri

Á laugardag útskrifuðust 75 nemendur frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, þar af fimmtíu stúdentar. Selfyssingurinn Þórey Jóna Guðjónsdóttir náði bestum árangri stúdentanna.

Níu nemendur fengu verðlaun fyrir góðan árangur í einstökum námsgreinum og félags- og kórstörfum nemenda. Auk verðlauna fyrir bestan árangur stúdentannna fékk Þórey Jóna einnig verðlaun fyrir íslensku, spænsku, raungreinar og viðskipta- og hagfræðigreinar.

Þórey Jóna fékk námsstyrk frá Hollvarðasamtökum FSu en auk hennar fengu Edda Björg Konráðsdóttir og Haraldur Blöndal Kristjánsson námsstyrk.

Fimm nemendur brautskráðust af tveimur brautum. Flestir stúdentanna útskrifast af félagsfræðabraut, tuttugu talsins. Þá brautskráðust þrettán úr grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina.