Þorbjörg ráðin sveitarstjóri í Mýrdalnum

Þor­björg Gísla­dótt­ir hef­ur verið ráðin sveit­ar­stjóri í Mýr­dals­hreppi. Hún var valin úr hópi átta umsækjenda.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Staða sveit­ar­stjóra var aug­lýst í tvígang eft­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í vor og rann um­sókn­ar­frest­ur út þann 15. júlí.

Þor­björg er viðskipta­lög­fræðing­ur að mennt og tek­ur við stöðu sveit­ar­stjóra af Ásgeiri Magnús­syni.

Fyrri greinJafnt í toppslagnum
Næsta greinGunnar vill kjördeild „fyrir utan á“