Þóra gaf HSu nýjan altarisdúk

Í lok apríl færðu Þórusystur, deild Oddfellowreglunar á Suðurlandi, kapellu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi nýjan altarisdúk að gjöf.

Þess má geta að Oddfellowar á Suðurlandi sáu um allar innréttingar í kapelluna, þegar hún var innréttuð á sínum tíma.

Magnús Skúlason, forstjóri HSu tók við gjöfinni og sagði frá framtíðaruppbyggingu HSu. Það voru þær Halldóra Haraldsdóttir og Þórunn Drífa Oddsdóttir sem saumuðu dúkinn sem er úr hör. Herborg Pálsdóttir stýrði athöfninni og sagði frá altarisklæðum og tilgangi þeirra. Skipt var um dúk á altarinu samkvæmt kirkjulegum hefðum og nýja dúknum komið fyrir. Farið var með bæn og sálmur sunginn í lokin.

Dúkurinn er með orkeringu í miðju sem Halldóra gerði og er húllsaumað allt um kring. Það gerði Þórunn Drífa og er þetta hið mesta listaverk, mjög svo fallegt handbragð.

Fyrri greinGóð rekstrarniðurstaða í Hveragerði
Næsta greinSigurmark Hamars í blálokin – Naumt tap hjá Ægi