Þórður Tómasson níræður

Þórður Tómasson safnvörður í Skógum undir Eyjafjöllum varð níræður í gær. Efnismikið viðtal er við Þórð í nýjasta tölublaði Sunnlenska.

Tæpast er á nokkurn hallað, þótt fullyrt sé, að framlag Þórðar Tómassonar í Skógum til að tengja nútíð við fortíð og skapa mönnum þannig nokkra visku til framtíðar, sé með fádæmum.

Í þrjá aldarfjórðunga hefur hann unnið að björgun menningarverðmæta, jafnt með söfnun gamalla muna, sem skráningu ómetanlegra heimilda. Og er enn að.

Enda þótt Þórður sé sívinnandi, og kvikur sem unglamb, þá lýgur kirkjubókin ekki. Þar má lesa, að þann 28. apríl sé Þórður Tómasson níræður. Af því tilefni er rætt við Þórð í efnismiklu og skemmtilegu viðtali í Sunnlenska í þessari viku.

PANTA ÁSKRIFT AÐ SUNNLENSKA

Fyrri greinKosið aftur í fyrri hluta júlí
Næsta greinFræðslusetur opnað í Gunnarsholti