Þök negld niður í Hveragerði

Félagar í Hjálparsveit skáta Hveragerði hafa verðið af störfum frá kl 4:30 í nótt.

Sveitin hefur farið í þrettán verkefni sem hafa verðið af ýmsum toga, allt frá því að elta ruslatunnur upp í negla niður þök sem hafa verðið að losna upp.

Tólf félagar hafa verið að störfum á tveimur bílum. Nú þegar þetta er skrifað er verið að negla niður þak á íbúðarhúsi í Hveragerði.