Þjótandi bauð lægst í vegagerð

Þjótandi ehf. á Hellu bauð lægst í endurbyggingu 5,3 km Villingaholtsvegar frá Gaulverjabæjarvegi að Ragnheiðarstöðum, ásamt útlögn klæðingar.

Sex tilboð bárust í verkið og reyndist Þjótandi eiga eina tilboðið sem var undir kostnaðaráætlun. Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á tæpar 99,3 milljónir króna eða 98,7% af kostnaðaáætlun sem var 100,6 milljónir króna.

Önnur tilboð reyndust nokkuð hærri, en hæsta tilboðið áttu Fögrusteinar ehf í Birtingaholti, rúmar 129,4 milljónir króna.

Vegagerðinni í Flóanum á að vera að fullu lokið þann 15. ágúst nk.