Þjórsárskóli fær ART vottun

Í gær komu góðir gestir úr ART teymi Suðurlands, Kolbrún, Sigríður og Bjarni í heimsókn í Þjórsárskóla og veittu honum ART vottun.

Nú eru allir umsjónarkennarar búnir að fara á réttinda námskeið, ART tímar eru fastir á stundatöflum nemenda, starfsfólk skólans hefur fengið kynningu, og ART er sýnilegt í námskrá og skipulagi skólastarfsins.

Hafdís kennari sagði frá þróun skólans í ART kennslu síðan 2008 og einnig sagði nemandi í 5. bekk frá reynslu sinni af ART og hvernig hann hefur notað þær aðferðir til þess að hjálpa sér og bæta sig í samskiptum.

Sigrún, heimilisfræðikennari sá um veitingar og allir nemendur skólans höfðu lagt sitt af mörkum í undirbúningi. Þá hafði t.d. hver árgangur bakað eina smákökusort og því var boðið upp á sjö tegundir af jólasmákökum og heitt kakó.

Fyrri greinGuðrún, Guðbergur, Guðni og fleiri góðir
Næsta greinUngir leikmenn skrifa undir hjá Ægi