Þjórsárdalslaug lokuð í sumar

Ekkert verður af opnun sundlaugarinnar í Þjórsárdal í sumar en Heilbrigðiseftirlitið krefst úrbóta á lauginni.

Ragna Sara Jónsdóttir yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, eiganda laugarinnar, segir ástæðuna vera kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um úrbætur á lauginni.

Ráðast þurfi í talsverðar endurbætur áður en mögulegt sé að opna laugina á ný. Landsvirkjun er að skoða það í samvinnu við sveitarfélagið hvort rétt sé að ráðast í þær endurbætur, ekki síst í því ljósi að sveitarfélagið rekur sjálft sundlaug í Árnesi.

Lokunin hefur lagst misjafnlega í unnendur þessarar vinsælu laugar en á sjötta hundrað manns hafa gengið í hóp á Facebook og hvatt til þess að hún verði opnuð aftur.