Þjónustumiðstöðvum lokað

Þjónustumiðstöðvum Almannavarna á Heimalandi og í Vík hefur verið lokað.

Þjónustumiðstöðin verður þó áfram í rekstri og þá með þeim hætti að hægt er að hafa samband við Vagn Kristjánsson, sími 847-4230 eða heimaland@visir.is og mun hann aðstoða við úrlausn mála.

Í dag er síðasti dagurinn sem þjónustumiðstöðin að Leikskálum í Vík er opin. Áfram er þó unnið að hreinsunarstörfum og nokkrir starfsmenn sem ráðnir voru sérstaklega til þess munu vinna áfram undir stjórn sveitarfélaganna í Mýrdal og Skaftárhreppi.

Í gær tóku fjórir starfmenn til starfa hjá Rangárþingi eystra. Þeir munu verða íbúum til aðstoðar á svæðinu og fara á milli bæja og aðstoða við hreinsun og önnur störf.

Sveinbjörn Jónsson stýrir vinnu hópsins og þarf beiðnum um aðstoð að koma til hans í gegnum símanúmerið 862-1814 eða á netfangið sveitin@hvolsvollur.is. Fjórir starfsmenn munu starfa hjá Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi við hreinsunarstörf.

Lítil virkni er í eldstöðinni en hvít vatnsgufa stígur frá henni. Lítið skyggni hefur verið upp á jökulinn vegna öskumisturs og skýjabakka.