Þjónusta lögreglunnar skerðist ekki

Íbúar og gestir Árnessýslu eiga að geta treyst því að þjónusta lögreglunnar í sýslunni skerðist ekki heldur haldist óbreytt á næstu mánuðum.

Eins og fram hefur komið í fréttum var útlit fyrir að vegna niðurskurðar yrðu aðeins þrír lögregluþjónar yrðu á vakt í sýslunni frá 1. september. Á vef innanríkisráðuneytisins kemur fram að í sumar hafi staðið yfir vinna á vegum rekstrarteymis ráðuneytisins og stjórnenda löggæslunnar á svæðinu. Þeirri vinnu miðar vel og miðar öll að því að ekki standi til að fara í neinar meiriháttar breytingar á mannahaldi eða þjónustu við svæðið á næstu mánuðum.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, fundaði á föstudag með Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanni og lögreglustjóra á Selfossi, og starfsmönnum lögregluembættisins. Á þeim fundi ítrekaði ráðherra að ekki væri ásættanlegt að fækka lögreglumönnum eða lögreglubifreiðum á svæðinu.

Að auki minnti ráðherra á að vonandi takist að efla löggæsluna enn frekar á komandi árum enda sé það eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar.

Fyrri greinSpilaði með tveimur sonum sínum
Næsta greinÁsakanir um ólögmæti standast ekki