Þjófurinn tappaði af pottinum

Loki af rafmagnssetlaug var stolið frá sumarbústað í landi Kárastaða í Þingvallasveit í fyrri hluta maímánaðar.

Einnig var stolið tröppum og útiljósum.

Sá sem var þarna að verki lét sig hafa það að tæma setlaugina og var talið hugsanlegt laugin hafi skemmst vegna frostskemmda.

Lögreglan á Selfossi biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar þjófnaðinn að hafa samband í síma 480 1010.