Þjófurinn klippti á rafmagnssnúru

Blárri led-ljósaseríu var stolið af runna við Heiðarveg 10 á Selfossi í nótt.

Serían var uppi á miðnætti í gærkvöldi en eftir hádegi í dag sáu húsráðendur að hún var horfin. Serían er tíu metra löng og var á runna þar sem gengið er að húsinu.

Þjófurinn klippti á framlengingarsnúru sem tengd var seríunni og hafði seríuna á brott.

Þeir sem hafa orðið varir við mannaferðir við Heiðarveg 10 á þessu tímabili eru beðnir um að snúa sér til lögreglu í síma 480-1010.