Þjófurinn hafði hraðar hendur

Brotist var inn í sumarbústað við Sogsbakka í Grímsnesi um klukkan 21:30 í gærkvöldi. Eigendur höfðu yfirgefið húsið sama dag.

Þjófavarnakerfi fór af stað en þjófurinn var á bak og burt þegar að var komið. Svalahurð hafði verið spennt upp og hlaust talsvert tjón af því.

Þjófurinn virðist hafa verið snöggur og gengið beint að LG flatskjá og Bose hátalara fyrir Ipod sem hann hafði á brott.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband í síma lögreglu 480 1010.