Þjófurinn fundinn

Ungur maður hefur viðurkennt innbrot í Gesthús og Kaffi krús um helgina.

Lögreglumönnum sem áttu samskipti við manninn á sunnudag fannst útlit mannsins svipa til lýsingar sem vitni gaf af manni sem það sá við Gesthús á laugardagsmorgun.

Á heimili mannsins fannst áfengi sem hann gat ekki gert grein fyrir. Við húsleit fundust fjórar kannabisplöntur í ræktun. Maðurinn viðurkenndi þessi brot og að auki að hafa brotist inn í Kaffi Krús aðfaranótt sunnudags og stolið þaðan áfengi.