„Þjófarnir gengu mjög snyrtilega um“

Eigendur Viking Pizza í Þorlákshöfn heita veglegum verðlaunum, þeim aðila sem upplýsir um innbrot á pizzastaðinn aðfaranótt mánudags.

Innbrotið uppgötvaðist á mánudagsmorgun en þjófurinn, eða þjófarnir, höfðu á brott með sér töluvert magn af bjór, skiptimynt og nýjum 50 tommu flatskjá.

„Það má telja þessum þjófum til hróss að þeir gengu mjög snyrtilega um og skemmdu ekkert nema útihurðina að aftanverðu,“ segir í færslu á Facebook síðu Viking Pizza.

„Við viljum veita þeim aðila sem upplýst getur málið vegleg verðlaun, einnig er til umræðu að versla þennan sama skjá af þjófunum á sanngjörnu verði.“