Þjófarnir brutu upp söfnunarbauka

Brotist var inn í nótt hjá Rauða krossdeild Árnesinga við Eyraveg á Selfossi.

Þjófurinn eða þjófarnir spenntu upp hurð og komust þannig inn og stálu Lenovo fartölvu og Dell skjávarpa. Auk þess brutu þeir upp söfnunarbauka frá Rauða krossinum og höfðu þaðan bæði seðla og klink.

Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins.