Þjófar stálu pottum og pönnum

Eigendum verslunarinnar Mosfells á Hellu brá heldur í brún þegar þeir komu að versluninni á mánudagsmorgun í þessari viku en brotist hafði verið inn í verslunina.

Meðal þess sem stolið var voru gjafavörur og tækjabúnaður, t.d. sjónvarp og snyrtivörur. Það sérkennilegasta af öllu var að steikarpönnur og pottar urðu einnig fyrir vali þjófanna.

Að sögn eiganda var þjófnaðurinn tilkynntur til lögreglu sem kom og tók skýrslu. Málið er enn óupplýst.

Verslunin flutti í nýtt húsnæði fyrir nokkrum vikum og er nú til húsa á Rangárbökkum 7.

Fyrri grein„Elsku Drífa, viltu gefa okkur stjörnukíki?“
Næsta greinLítil nýliðun í landbúnaði áhyggjuefni