Þjófar á ferð í Henglinum

Brotist var inn í verkstæðisskúr verktakafyrirtækisins Ístaks í Engidal á Hengilssvæðinu um helgina.

Þaðan var stolið nýrri, blárri og svartri suðuvél af gerðinni Kuhtreibe, DeWalt skrúfvél og grænum Makita slípirokk.

Þjófnaðurinn mun hafa átt sér stað á tímabilinu frá kl. 16 á laugardag þar til á mánudagsmorgun.

Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.