Þjóðvegurinn mögulega færður við Reykholt

Verið er að skoða hvort hentugt sé að færa Biskupstungnabraut við Reykholt í Biskupstungum til þess að hlífa reiðstíg sem þar er við veginn.

Vegagerðin vinnur nú að breikkun hluta Biskupstungabrautar og Laugarvatnsvegar og hafa hestamenn haft áhyggjur af því að reiðstígar meðfram vegunum eyðileggist. Við Reykholt þótti t.a.m. ljóst að reiðstígurinn hyrfi alfarið meðfram þorpinu.

Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, segir hestamenn ekki þurfa að hafa áhyggjur. Vegagerðin muni laga reiðstígana þegar gengið verður frá framkvæmdinni. Þá sé verið að skoða hvort hentugt sé að flytja til þjóðveginn við Reykholt svo reiðvegurinn haldi sér því mjög þröngt er við veginn á þessum kafla.

Fyrri greinBústaður brann til kaldra kola
Næsta greinAndlát: Sr. Sigurður Sigurðarson