Þjóðvegurinn lokaður á Skeiðarársandi

Ekkert ferðaveður er nú víðs vegar í embætti lögreglunnar á Hvolsvelli. Þjóðvegur nr. 1 frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli er lokaður sökum hvassviðris.

Tjón á bifreiðum er nú þegar orðið talsvert sökum grjótfoks á Skeiðarársandi.

Við Lómagnúp fara vindhviður yfir 40 metra á sekúndu og einnig undir Eyjafjöllum.

Fyrri greinÞakplötur víða á flugi
Næsta greinÞór gaf eftir undir lokin