Þjóðvegi 1 lokað vegna alvarlegs umferðarslyss

Þjóðvegi nr. 1 hefur verið lokað tímabundið við Ketilsstaði í Mýrdal, skammt austan afleggjarans að Dyrhólaey, vegna alvarlegs umferðarslyss.

Lögregla, sjúkralið og slökkvilið er ýmisst komin á vettvang eða á leið þangað auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið ræst út.

Um er að ræða árekstur vörubifreiðar og jepplings sem ekið var í gagnstæðar áttir. Tveir einstakilingar eru alvarlega slasaðir.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið eða tímalengd lokunarinnar.

Fyrri greinKveikt á jólaljósunum í kvöld
Næsta greinFyrsta bók skáldsins frá Keldnakoti