Þingmennirnir skoruðu grimmt

Báðir þingmenn Hrútavina í Suðurkjördæmi; þeir Árni Johnsen og Björgvin G. Sigurðsson komu til Sviðaveislunnar sem haldin var í íþróttahúsinu á Stokkseyri á sunnudagskvöld.

Héldu þeir báðir smellnar ræður og skoruðu grimmt. Þeir létu vel að hinu nýja ræðupúlti Hrútavina sem hannað og smíðað var á Litla-Hrauni.

Púltið hentar sérlega vel fyrir venjubundnar ræður; stuttar sem langar. Einnig ber það tvo samstillta ræðumenn eins og Árni og Björgvin eru.

Fjölmenni og frábær stemmning var í Sviðaveislunni en frétt og myndir frá henni má sjá á vefnum flateyri.is