Þingmenn svöruðu á opnum fundi

Stéttarfélögin á Suðurlandi héldu opinn fund í kvöld á Hótel Selfossi með þingmönnum Suðurkjördæmis.

Leitað var eftir afstöðu þingmanna til ýmissa mála sem efst eru á baugi. Mátti þar á meðal nefna atvinnumál í kjördæminu, fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir, samgöngumál og löggæslumál.

Fundarstjóri var Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Góð mæting var á fundinn og líflegar umræður og fyrirspurnir.