Þingborgarhópurinn heldur lopapeysukeppni

„Við erum að fagna tuttugu og fimm ára afmæli ullarvinnslunnar í Þingborg á þessu ári og ákváðum því að efna til lopapeysusamkeppni á meðal landsmanna.

Þema keppninnar er íslenska lopapeysan í nútíð og framtíð,“ segir Margrét Jónsdóttir úr Þingborgarhópnum.

Peysurnar skulu vera úr íslenskum lopa og eða bandi, þær verða að vera frumsamdar og peysan eða mynstrið má ekki hafa birst opinberlega.

„Seinasti dagur til að senda inn peysur er 13. maí og verða úrslit kynnt á sveitarhátíðinni Fjöri í Flóa í Flóahreppi, sem haldin verður helgina 27.-29. maí í vor.

Allar innsendar peysur verða á sýningu í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi umrædda helgi og síðan verður sýningin færð yfir í gömlu Þingborg þar sem Ullarvinnslan er til húsa, þar verða valdar peysur til sýnis til loka ágúst 2016,“ bætir Margrét við.

Fyrri greinMarkaveisla hjá Stokkseyringum
Næsta greinKFR tryggði sér sigur í blálokin