„Þetta er náttúrulega geðveiki á háu stigi“

„Þetta er náttúrulega geðveiki á háu stigi en það þurfa einhverjir að vera í þessu hlutverki, ég hef tekið það að mér með því að safna klukkum. Ætli ég eigi ekki einhverjar 300 til 350 klukkur, og engin þeirra er eins.“

Þetta segir Þórarinn Grímsson í Þorlákshöfn, sem hefur í huga að opna klukkusafn í samvinnu við Sveitarfélagið Ölfuss í gamla Rásar húsinu í Þorlákshöfn, sem sveitarfélagið keypti nýlega.

Þórarinn segist hafa keypt flestar klukkurnar á nytjamörkuðum, en hann hefur líka fengið margar klukkur gefins.

„Já, mér þykir alltaf jafn vænt um það þegar fólk sendir mér klukkur eða hefur samband og vill gefa mér klukku. Það er rausnarlegt og miklu skemmtilegra en að klukkunum sé hent,“ bætir hann við.

Vonir standa til að hægt sé að opna safnið í vor og verði þá einn af þeim stöðum í Þorlákshöfn sem ferðamenn geti heimsótt.

Fyrri greinStefán Narfi síðasti íþróttamaður ársins
Næsta greinVilja bætta vetrarþjónustu og farsímasenda á Suðurstrandarvegi