Þakplötur á flugi í Vík

Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út í dag vegna þakplatna sem voru að fjúka í Vík.

Allnokkur útköll hafa verið björgunarsveitum um land allt síðasta sólarhringinn tengd óveðri því sem gengur yfir landið.

Slysavarnafélagið Landsbjörg vill koma því á framfæri að veðurspáin er mjög slæm víða um land næstu sólarhringa og ekkert ferðaveður er mjög víða. Afar brýnt er að þeir sem telja sig nauðsynlega þurfa að vera á ferð kanni veðurspár og færð á vegum.