Þæfingsfærð í Þrengslunum

Vegna veðurs verður Hellisheiði lokuð um óákveðin tíma. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Sandskeiði og í Þrengslum.

Þungfært og skafrenningur er á öllum leiðum á Suðurlandi en þó er þæfingsfærð og skafrenningur á milli Selfoss og Hvolsvallar.

Flughálka er svo á milli Þorlákshafnar og Stokkseyrar og svo frá Eyrarbakka að Selfoss.

Þungfært og óveður er undir Eyjafjöllum.